Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skoða fjárhagsstöðu félaga og deilda í Reykjanesbæ
Laugardagur 15. október 2022 kl. 08:55

Skoða fjárhagsstöðu félaga og deilda í Reykjanesbæ

Tillaga Friðjóns Einarssonar, formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar, um að skipuð verði nefnd skipuð starfsfólki íþróttamannvirkja, kjörnum fulltrúum auk fulltrúa íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ, var samþykkt samhljóða á síðasta fundi bæjarráðs. Hlutverk nefndarinnar er að skoða fjárhagsstöðu félaga og deilda í Reykjanesbæ, meta áætlaða þörf og koma með tillögur að nýjum samningum sem verða síðan lagðir fyrir íþrótta- og tómstundaráð til umsagnar.

Bæjarráð telur því nauðsynlegt að endurskoða alla rekstrarsamninga við íþróttafélög í Reykjanesbæ með tilliti til þarfa íþróttahreyfingarinnar og um leið að skapa betri rekstrargrundvöll deilda. Um leið skal leita leiða til hagræðingar með auknu samstarfi deilda og félaga til að tryggja velferð og rekstur. Hlutverk nefndarinnar er því að skoða fjárhagsstöðu félaga og deilda í Reykjanesbæ, meta áætlaða þörf og koma með tillögur að nýjum samningum sem verða síðan lagðir fyrir íþrótta- og tómstundaráð til umsagnar. Lagt er til að nefndin verði skipuð starfsfólki íþróttamannvirkja, kjörinna fulltrúa auk fulltrúa íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024