Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skoða að bjóða upp á innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll allt árið
Þriðjudagur 20. september 2016 kl. 10:13

Skoða að bjóða upp á innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll allt árið

Flugfélag Íslands hefur boðið upp á flug á milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar yfir sumartímann og eru stjórnendur fyrirtækisins nú að skoða þann möguleika að bjóða einnig upp á flugið utan háannatíma. Frá þessu er greint á vefnum Turisti.is. Haft er eftir Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, að ekki sé komin endanleg niðurstaða varðandi það hvort og hvenær verði hægt að hefja flug frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar á öðrum árstímum en nú er. Málið sé enn til skoðunar en Árni vonast til að niðurstaða liggi fyrir á næstu vikum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024