Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 17. september 2002 kl. 21:37

Skjóta af "túttubyssum" á bíla

Nokkrir ungir Sandgerðingar stunduðu ljótan leik við innkomuna í byggðarlagið nú undir kvöld. Piltarnir ungu voru í felum á bakvið girðingu við hraðahindrunina þegar komið er inn í bæinn og skutu þar úr svokölluðum túttubyssum á bíla sem óku hjá. Víkurfréttir höfðu spurnir af því fyrr í dag að drengir með slíkar byssur hefðu skotið á flutningabifreið og víða væri krakka að sjá með þessi "verkfæri" á lofti. Þegar blaðamaður Víkurfrétta renndi inn í bæinn síðdegis, til að kanna málið, var skotið á bifreið hans.Atvikið var tilkynnt til lögreglu, þó svo ekki hafi orðið tjón. Skotvopnin eru búin til úr rörbút og fingri af gúmmíhanska. Skotkrafturinn getur verið mikill og þetta því hættuleg vopn í höndum barna. Foreldrar eru hvattir til að ræða málið við börn sín. Lögreglan lítur meðferð "túttubyssa" alvarlegum augum og gerir vopnin hiklaust upptæk.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024