Skjót viðbrögð Samkaupa
Lesandi hafði samband við fréttastofu Víkurfrétta og gerði athugasemdir við aðgengi fatlaðra að bráðabirgðainngangi að verslun Samkaupa í Njarðvík. Engin bílastæði voru sérmerkt fötluðum og auk þess var erfitt að komast inn um dyrnar því of bratt er upp skábrautina að þröskuldi.
Víkurfréttir höfðu samband við skrifstofu Samkaupa sem komu skilaboðum áleiðis og í gærmorgun, daginn eftir að kvartanirnar bárust, höfðu tvö stæði við innganginn verið merkt fötluðum. Varðandi innganginn sjálfan sagði Kjartan Már Kjartansson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, að til að bæta aðkomuna þyrfti að bæta við malbiki á skábrautina og það sé ekki hægt við núverandi veðurskilyrði. Hins vegar yrði bætt úr því um leið og hægt verður.
Vf-mynd/Þorgils
Víkurfréttir höfðu samband við skrifstofu Samkaupa sem komu skilaboðum áleiðis og í gærmorgun, daginn eftir að kvartanirnar bárust, höfðu tvö stæði við innganginn verið merkt fötluðum. Varðandi innganginn sjálfan sagði Kjartan Már Kjartansson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, að til að bæta aðkomuna þyrfti að bæta við malbiki á skábrautina og það sé ekki hægt við núverandi veðurskilyrði. Hins vegar yrði bætt úr því um leið og hægt verður.
Vf-mynd/Þorgils