Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skjót viðbrögð komu í veg fyrir brunatjón
Þriðjudagur 23. nóvember 2004 kl. 16:18

Skjót viðbrögð komu í veg fyrir brunatjón

Slökkvilið Grindavíkur var kallað út á sunnudagskvöldið að Víkurbraut 24 þegar tilkynnt var um reyk í íbúð þar. Ásmundur Jónsson slökkviliðsstjóri sagði að soðið hefði upp úr potti á eldavél og sem betur fer hafi enginn eldur blossað upp.  Slökkviliðið reykræsti íbúðina og hlutust litlar sem engar skemmdir af óhappinu og má þakka skjótum viðbrögðum slökkviliðs sem hefur ávallt sýnt einstaklega skjót viðbrögð. Ásmundur vildi koma þeim skilaboðum til fólks að fara alltaf varlega við matseld og gæta vel að sér þar sem hætta er eldur getur kviknað. „Við hvetjum alla til að fara sérstaklega varlega núna þegar jólamánuðurinn er að ganga í garð. Nú er fólk mikið með kerti og skreytingar og er rétt að muna að það er aldrei of varlega farið,“ sagði Ásmundur að lokum og við hjá Víkurfréttum tökum undir það með honum.
Mynd úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024