Skjót björgun í innsiglingunni í Grindavík
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason frá Grindavík, var kallaður út um klukkan 08.00 í morgun, þegar 70 tonna netabátur varð vélaravana við innsiglinguna í Grindavík. Búið var að binda netabátinn við bryggju í Grindavík rétt fyrir klukkan níu í morgun, réttum klukkutíma eftir útkall
Það tók björgunarskipið aðeins 12 mínútur að koma netabátnum til aðstoðar í innsiglingunni. Viðbragðstími skipverjanna á björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni telst mjög góður, þar sem flestir í áhöfn bátsins voru mættir í vinnu í morgun eða á leið þangað þegar útkallið barst.
Það tók björgunarskipið aðeins 12 mínútur að koma netabátnum til aðstoðar í innsiglingunni. Viðbragðstími skipverjanna á björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni telst mjög góður, þar sem flestir í áhöfn bátsins voru mættir í vinnu í morgun eða á leið þangað þegar útkallið barst.