Skjálftinn 5,2 og fleiri stórir skjálftar geta fylgt í kjölfarið
Skjálfti af stærðinni 5,2 varð kl. 22:22:57 1,4 km ASA af Keili. Þetta er stærsti skjálftinn í þessari hrinu. Skjálftans varð vart víða um land.
Skjálftinn er brotskjálfti og geta fleiri skjálftar fylgt í kjölfarið sem geta orðið allt að 4,0 að stærð.
Veðurstofan minnir á að grjóthrun getur orðið í kjölfar öflugra skjálfta, því skal fara með varúð við brattar hlíðar. Íbúar í grennd við svæðið eru hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum.