Skjálfti upp á 3,1 skömmu eftir íbúafund
Jarðskjálfti sem mældist 3,1 varð í kvöld klukkan 18:53 um 5,6 km NNA af Grindavík. Fimm aðrir skjálftar fylgdu í kjölfarið en allir mun minni af stærð.
Íbúafundur fór fram í íþróttahúsinu í Grindavík síðdegis og voru síðustu fundargestir að fara úr húsi þegar skjálftinn varð.
Hægt er að skoða alla jarðskjálfta á nýrri síðu Veðurstofunnar sem kallast Skjálfta-Lísa á myndrænan hátt.