Skjálfti skók Grindavík
Grindvíkingar voru hressilega minntir á að enn skelfur jörð við bæjardyrnar með jarðskjálfta sem mældist M3,0 síðdegis í dag. Skjálftinn varð svo gott sem við byggðina með upptök rétt norðan við bæinn.
Jarðskjálftinn fannst vel í Grindavík ef marka má færslur á fésbókinni. Hrukku marir við en skjálftanum er lýst sem stuttum en snörpum.