Skjálfti M5.7 á Reykjanesskaga - Alls 27 skjálftar stærri en M3,0 á klukkustund
Í dag kl. 10:05 varð skjálfti af stærð M5.7 3.3 km SSV af Keili á Reykjanesskaga. Hann fannst víða á Suðvesturhorni landsins, m.a. í Vestmannaeyjum. Fjöldi eftirskjálfta hefur fylgt og búast má við frekari eftirskjálfum.
Á klukkustund sem er liðin frá stóra skjálftanum kl. 10:05 hafa orðið 27 skjálftar sem eru stærri en M3,0. Þá eru tíu skjálftar sem eru stærri en M4,0 og þar af einn sem er M5,7.