Skjálftavirkni færist nær Grindavík
Samkvæmt nýjustu mælingum er skjálftavirknin að færast í suður í átt til Grindavíkur. Veðurstofan greinir frá þessu fyrir nokkrum mínútum. Virknin sem mælist er aðeins austan við kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember. Þessi þróun skjálftavirkninnar ásamt mælingum úr GPS tækjum er vísbendingu um að kvikan sé að færast í suðvestur og gossprungan gæti lengst í áttina að Grindavík.
Gosið er staðsett nálægt Sundhnúksgígum um 4 km norðaustur af Grindavík.