Skjálftarnir hafa færst undir Grindavík
Kristín Jónsdóttir, jarðfræðingur og deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálftar og jarðhnik á Veðurstofu Íslands, segir í viðtali við ruv.is að allt bendi til þess að kvika sé að færast nær Grindvík og leiti í átt að bænum, jafnvel inn fyrir bæjarmörkin.
„Mesta ákefðin er, getum við sagt, nyrst í bænum. Þetta bendir til þess að við erum komin með kviku nær Grindavík og að kvikan sé að leita í þessa átt, alveg innfyrir bæjarmörkin. Þetta er alvarlegt ástand og við viljum brýna alvarleika þessa máls. Það er mikil þörf á því að bregðast hratt við og rýma Grindavík strax. Kristín hefur áhyggjur af því að það geti gosið inni í bænum: „Já, það er í raun og veru það sem erum að tala um að geti gerst.“ Eldgos gæti orðið inni í bænum, innan varnargarðanna. Berg brotnar og leitar í átt að bænum á tveggja til þriggja kílómetra dýpi.
Frá þessu er greint á ruv.is