Skjálftar við Grindavík
Talsvert hefur verið um jarðskjálfta norðaustur af Grindavík síðan í gæt í kjölfar skjálftahrinunnar fyrir austan fjall. Mest eru þetta smáskjálftar, þeir stærstu 2,5 stig á Richter. Flestir eru þeir á svæðinu við Fagradalsfjall en teigja sig út í Krísuvík. Þá hafa skjálftar einnig verið út á Reykjaneshrygg.
Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er skjálftakort Veðurstofunnar afar skrautlegt þessa stundina.