Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skjálftar við Djúpavatn
Djúpavatn. Ljósmynd: elg
Föstudagur 2. febrúar 2024 kl. 10:25

Skjálftar við Djúpavatn

Í nótt urðu tveir skjálftar við Djúpavatn á Reykjanesi, sá fyrri kl. 04:03 af stærð 3.3 og sá seinni af stærð 2.6 kl. 04:31. Nokkrir minni skjálftar fylgdu en engar tilkynningar hafa borist um að þeir hafi fundist í byggð. Jarðskjálfavirkni er þekkt á þessu svæði en síðast urðu skjálftar þarna stærri en 2 þann 29. janúar sl., segir á vef Veðurstofu Íslands.

Yfir kvikuganginum við Grindavík hafa mælst um 20 skjálftar frá miðnætti sem er svipaður fjöldi og á sama tíma í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024