Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skjálftar tengjast láréttu innskoti bergkviku
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 1. nóvember 2023 kl. 10:29

Skjálftar tengjast láréttu innskoti bergkviku

Um þrjúhundruð jarðskjálftar hafa mælst við Grindavík frá miðnætti. Stærsti skjálftinn varð rétt fyrir klukkan eitt í nótt upp á M3,7 með upptök í Eldvörpum, norðvestur af Grindavík.

Ný jarðskjálftahrina hófst á svæðinu við Grindavík í gærmorgun. Vísindamenn segja atburðinn í gær skýrt merki um kvikuhlaup en kvika er á hreyfingu á eins og hálfs til fimm kílómetra dýpi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræðum, segir í samtali við Víkurfréttir að talið er að þessi skjálftavirkni við Þorbjörn tengist sillu-innskoti á um 4-5 km dýpi.

Silla, lárétt innskot, verður til þegar bergkvika treður sér inn í sem næst lárétta eða lítt hallandi sprungu djúpt í jörðu.

Þorvaldur segir að aðdragandinn, ef til goss kemur, sem er allsendis óvíst, gæti orðið eitthvað frábrugðin því sem var í tengslum við gangainnskotið undir Fagradalsfjalli.

Landris á svæðinu er viðvarandi en jarðeðlisfræðingar segja að eitthvað hafi hægst á því. Þá halda jarðskjálftar á svæðinu áfram.