Skjálftahrinan varir enn
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga heldur áfram. Á þriðja hundrað skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan í gær. Flestir eru þeir mjög veikir en stærsti skjálftinn mældist 2,9 stig í Fagradalsfjalli norðaustur af Grindavík kl. 7:45 í morgun. Þá mældist annar upp á 2,2 stig um fimmleytið í nótt á svipuðum slóðum.