Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skjálftahrina við Eldey
Þriðjudagur 9. febrúar 2010 kl. 08:24

Skjálftahrina við Eldey


Jarðskjálftahrina hófst í gærkvöldi á Reykjaneshrygg skammt undan Eldey. Þar hafa mælst tugir skjálfta og nokkrir yfir 3,0 á Richter. Sá stærsti mældist 3,9 á Richter kl. 22:08 í gærkvöldi. Upptök þeirra flestra eru á 9 – 10 km dýpi. Talsverður órói hefur verið á svæðinu í nótt. Skjálftahrinur er ekki óalgengar á þessum slóðum enda er Reykjaneshryggurinn á mörkum tveggja jarðskorpufleka.
Eins og sést á meðfylgjandi korti Veðurstofunnar er nokkuð mikið um að vera á svæðinu. Ólíklegt þykir að um eldvirkni sé að ræða þar sem skjálftarnir eru á það miklu dýpi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024