Skjálftahrina undan Reykjanesi
Vel á þriðja tug jarðskjálfta hafa orðið undan Reykjanesi í morgun. Allir voru þeir minni en 3 á Richter. Hrinan kemur í framhaldi af talsverðri hrinu nærri Bárðarbungu í gær og fyrradag, þar sem öflugasti skjálftinn mældist 3,8 á Richter á sunnudagskvöld. Vísir.is hefur það eftir Veðurstofunni að ekkert bendi til þess að eldgos sé hafið eða að hefjast.