Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skjálftahrina í Fagradalsfjalli
Þriðjudagur 4. júlí 2023 kl. 22:45

Skjálftahrina í Fagradalsfjalli

Skjálftahrina hófst í Fagradalsfjall síðdegis í dag. Tíðni skjálfta er ansi mikil og sennilega hefur álíka virkni ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins fyrir tæpu ári síðan.

Nokkrir skjálftar eru að mælast á hverri mínútu og þeir stærstu hafa náð 2.5 að stærð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meginvirknin er norðan við gosstöðvarnar frá því í fyrra, á kunnuglegum slóðum nálægt Litla Hrút og Kistufelli. Þau kvikuhlaup sem orðið hafa frá 2021 hafa átt uppruna sinn á svipuðum slóðum og þá hlaupið til suðurs, sem í tveimur tilfellum endaði með eldgosi.