Skjálftahrina á Reykjanesi
Tveir snarpir jarðskjálftar urðu á Reykjanesi í nótt. Annar varð klukkan rúmlega þrjú aust-norð-austur af Reykjanestá upp á 3,2 á Richter. Hinn klukkan hálf fimm norðaustur af Grindavík upp á 3,1 á Richter. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hafa engar tilkynningar borist þangað vegna skjálftanna þannig að svo virðist sem þeir hafi ekki truflað nætursvefn Grindvíkinga.
Skjálftahrina hefur verið á þessum slóðum í nótt, eins og meðfylgjandi kort frá Veðurstofunni sýnir.
Að sögn Halldórs Björnssonar hjá Veðurstofunni eru þetta mest smáskálftar, um 50 talsins en virkni hefur ekki verið algeng á þessum slóðum. Raunar hafi skjálftavirkni verið lítil á Reykjanesi síðan árið 2000 eftir talsverða virkni árin á undan.
Það sem nú er að gerast á Reykjanestá telst ekki stórvirkni, að sögn Halldórs, en þessir skálftar tengjast virkni á Reykaneshrygg þar sem þeir liggja á sama belti.
Mynd: Þetta kort frá Veðurstofunni sýnir hvar upptök skjálftanna liggja í hrinunni sem gengur yfir. Grænu stjörnurnar tvær sýna upptök sjálftanna í nótt.