Skjaldborg slegin um 1800 störf í hádeginu
Klukkan tólf í hádeginu í dag, sumardaginn fyrsta, ætla Suðurnesjamenn að fjölmenna við álversframkvæmdirnar í Helguvík og slá skjaldborg um álver og atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Þrátt fyrir að fjárfestingarsamningurinn hafi verið afgreiddur á Alþingi eru ennþá mál sem þarf samstöðu um í ríkisstjórn. Enn er hætta á að stjórnmálamenn nái að stöðva álversframkvæmdirnar með ósætti vegna afgreiðslu umhverfisþátta og hafnarframkvæmda.
Á Suðurnesjum mælist mesta atvinnuleysi á landinu og það er ljóst að mikil ósamstaða er á milli ríkistjórnarflokkana um þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Helguvík. Miðað við 360 þúsund tonna álver skapast 1800 vel launuð störf sem eru lífsnauðsynleg fyrir Suðurnesin, segir í tilkynningu.