Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skjaldarbrunans minnst á aðventukvöldi í Keflavíkurkirkju
Mánudagur 7. desember 2015 kl. 07:00

Skjaldarbrunans minnst á aðventukvöldi í Keflavíkurkirkju

Þess var minnst á aðventukvöldi í Keflavíkurkirkju í gærkveldi að í ár eru 80 ár liðin frá brunanum í samkomuhúsinu Skildi þegar kviknaðí í á jólatrésskemmtun barna með þeim afleiðingum að 10 manns fórust, þar af sjö börn.

Sr. Erla Guðmundsdóttir og Eva Björk Valdimarsdóttir leiddu stundina og Dagný Gísladóttir sagði frá vinnslu bókar um atburðinn sem kom út árið 2010 og þeim siðferðilegu spurningum er vakna þegar unnið er með sorg í samfélagi.

Félagar í kór Keflavíkurkirkju sungu við athöfnina en að henni lokinni gengu gestir að minnismerkinu um Skjöld þar sem kveikt var á kertum til minningar um hina látnu og sunginn sálmurinn Heims um ból.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Félagar í Brunavörnum Suðurnesja stóðu vaktina en atburðurinn varð til þess að bót var gerð í brunavarnarmálum á Íslandi.

Ekki er vitað til þess að fleiri hafi farist í bruna á Íslandi frá Sturlungaöld.