Skipverjans leitað með allri suðurströndinni
Björgunarsveitir hófu leit í birtingu í morgun að skipverjanum sem saknað er af Bjarma VE. Um 40 björgunarsveitarmenn á átta jeppum og tveimur fjórhjólum leita meðfram strandlengjunni frá Herdísarvík austur að Jökulsá á Sólheimasandi. Aðstæður til leitar eru ágætar, norðaustan 12-13 m/sek og úrkomu laust.
Ekki eru leitaraðstæður á sjó fyrir björgunarbátana Odd V. Gíslason frá Grindavík og Þór frá Vestmannaeyjum og eru þeir því ekki við leit, samkvæmt upplýsingum Landsbjargar. Eitt varðskip tekur einnig þátt í leitinni, en skilyrði til leitar eru erfið vegna veðurs.
Morgunblaðið greinir frá.
Ekki eru leitaraðstæður á sjó fyrir björgunarbátana Odd V. Gíslason frá Grindavík og Þór frá Vestmannaeyjum og eru þeir því ekki við leit, samkvæmt upplýsingum Landsbjargar. Eitt varðskip tekur einnig þátt í leitinni, en skilyrði til leitar eru erfið vegna veðurs.
Morgunblaðið greinir frá.