Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skipuleggja skólastarf fyrir börn úr Grindavík
Sunnudagur 12. nóvember 2023 kl. 15:00

Skipuleggja skólastarf fyrir börn úr Grindavík

Kæru foreldrar og aðrir forráðaaðilar.

Hugur okkar, starfsfólks Grunnskóla Grindavíkur, er hjá ykkur sem og íbúum öllum. Meðfylgjandi er könnun sem við óskum eftir að þið svarið. Í könnuninni er verið að óska eftir upplýsingum um hvar nemendur okkar eru staðsettir svo við getum skipulagt skólastarfið okkar á næstunni. Hvort sem það verður; í skólum þar sem þið dveljið, hvort við getum fengið húsnæði fyrir ákveðna árganga á höfuðborgarsvæðinu, hvort við horfum til fjarkennslu o.sv.frv. Einnig bið ég ykkur fyrir hönd almannavarna að hafa samband við símann 1717 og tilkynna þar hvar þið dveljið einnig tilkynna þeim breytingar ef einhverjar verða. Að lokum vil ég ítreka hlýjar kærleikskveðjur starfsfólks Grunnskólans til allra.

Dear parents/guardians.

Our thoughts, the staff of Grunnskóli Grindavík, are with you and all the residents of Grindavik. Attached is a survey that we would like you to answer. In the survey, information is being requested about where our students are located so that we can plan our schoolwork in the near future. It could be; in schools where you stay, whether we can get housing for certain year groups in the capital area, whether we look at distance learning, etc. Also, I ask you, on behalf of Department of Civil Protection and Emergency Management to contact the telephone number 1717 and inform them where you are staying and inform them of any changes if there are any. Finally, I would like to reiterate the warm greetings of the staff of the Grunnskóli Grindavikur to everyone.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024