Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skipulagsþing hefst í dag
Fimmtudagur 12. október 2006 kl. 11:59

Skipulagsþing hefst í dag

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar efnir til skipulagsþings í dag og á morgun í Bíósal Duushúsa.Markmið þingsins er að yfirfara árangur síðustu ára, taka út stöðuna í dag og líta til framtíðar, segir í fundarboði.

Þingið verður sett núna kl. 13 af Steinþóri Jónssyni, formanni Umhverfis- og skipulagsráðs.

„Í dag eru þrjú íbúðarhverfi í uppbyggingu þ.e. Tjarnarhverfi, Dalshverfi og Ásahverfi. Að auki er mikil uppbygging í eldri hverfum og þétting byggðar að eiga sér stað með glæsilegum íbúðum við Hafnargötu, Pósthússtræti og Víkurbraut.  Auk þess er fjöldi annara verkefna á frumstigi eins og Hlíðarhverfi, sem mun fullbyggt telja allt að 200 íbúðir. Samtals eru því um 1800 íbúðir í vinnslu á hinum ýmsum stigum. Þetta eru mjög yfirgripsmiklar framkvæmdir og því tel ég að það sé til mikils gagns að staldra við og skoða stöðuna í dag, líta yfir það sem við höfum verið að gera og stilla strengina til framtíðar,” sagði  Steinþór í samtali við VF nú fyrir hádegið.

Nánari dagskrá skipulagsþingsins má nálgast á vef Reykjanesbæjar, www.rnb.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024