Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skipulagsstofnun úrskurðar um sorpförgun á Suðurnesjum
Fimmtudagur 22. maí 2003 kl. 11:38

Skipulagsstofnun úrskurðar um sorpförgun á Suðurnesjum

Skipulagsstofnun Ríkisins hefur fellt úrskurð vegna mats á umhverfisáhrifum nýrrar sorpbrennslu-, móttöku- og flokkunarstöðvar í Helguvík, Reykjanesbæ og urðunar á Stafnesi, Varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.Helstu niðurstöður eru að Skipulagsstofnun telur að af framkvæmdinni muni ekki stafa umtalsverð loft- eða hávaðamengun hvorki frá útblæstri frá sorpbrennslu, vegna fullkominnar brennslu og hreinsunar útblásturslofts, né vegna flutninga að eða frá henni til urðunarstaðar með viðeigandi frágangi á flutningabílum. Skipulagsstofnun telur að framkvæmdirnar muni ekki hafa í för með sér veruleg áhrif á gróður og fugla þar sem gróður er ekki sérstæður á urðunarsvæðinu og lítið um fugla. Framkvæmdir á urðunarsvæðinu kunna að breyta að einhverju leyti útsýni frá Stafnesbæjum en framkvæmdin muni ekki hafa veruleg áhrif á jarðmyndanir og landslag.

Skipulagsstofnun telur að fyrirhugaðar framkvæmdir muni ekki hafa í för með sér veruleg áhrif á fornleifar enda verði staðið við fyrirhuguð áform um mótvægisaðgerðir.
Skipulagsstofnun telur að verði staðið að vöktun á urðunarstaðnum við Stafnes, svo sem fram kemur í gögnum framkvæmdaraðila, drögum að starfsleyfi og gripið til viðeigandi mótvægisaðgerða ef þörf krefur, muni framkvæmdin ekki hafa veruleg áhrif á lífríki fjöru og sjávar.

Með vísun til niðurstöðu Skipulagsstofnunar er fallist á fyrirhugaða sorpbrennslu-, móttöku- og flokkunarstöð í Helguvík, Reykjanesbæ og urðun á Stafnesi, varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Samkvæmt 12. gr. laga nr. 106/2000 má kæra úrskurð Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra. Kærufrestur er til 25. júní 2003.

Hægt er að sjá niðurstöður úrskurðar Skipulagsstofnunar í heild sinni á www.skipulag.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024