Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skipulagsstofnun: Óráðlegt að heimila framkvæmdir við álver í Helguvík
Laugardagur 16. febrúar 2008 kl. 15:46

Skipulagsstofnun: Óráðlegt að heimila framkvæmdir við álver í Helguvík

Skipulagsstofnun telur óráðlegt að heimila framkvæmdir við byggingu álvers í Helguvík fyrr en staðarval liggur fyrir á flæðigryfju fyrir kerbrot en slík flæðigryfja og aðkoma að henni er hvorki á skipulagi Garðs eða Reykjanesbæjar. Þá telur Skipulagsstofnun of mikla óvissu ríkja um orkuöflun og flutningsleiðir. Þetta kemur fram í nýlegu bréfi Skipulagsstofnunar til skipulagsfulltrúa Garðs.

Í bréfinu ítrekar Skipulagsstofnun fyrra álit sitt frá því í október þar sem segir:
„Skipulagsstofnun telur því að vegna óvissu um flutningsleiðir raforku þurfi sveitarfélögin að huga að því hvort bíða eigi með leyfisveitingar fyrir byggingu álversins þar til niðurstaða liggur fyrir." og "Skipulagsstofnun telur því að áður en Norðuráli Helguvík sf. verður veitt framkvæmda- og byggingarleyfi þurfi að liggja fyrir hvort fyrirtækið fær þá losunarheimild sem það þarf eða hafi sýnt veitanda losunarheimilda fram á hvernig losun gróðurhúsalofttegunda verði mætt."


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024