Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skipulagsstofnun gagnrýnd vegna tilraunaborana í Sogunum/Trölladyngju í Reykjanesfólkvangi
Föstudagur 17. mars 2006 kl. 14:12

Skipulagsstofnun gagnrýnd vegna tilraunaborana í Sogunum/Trölladyngju í Reykjanesfólkvangi

Stjórn Landverndar hefur móttekið bréf Skipulagsstofnunar frá 6. mars s.l. þar sem stofnunin úrskýrir á hvaða forsendum ákveðið var að beita bráðabyrgðaákvæði skipulags- og byggingarlaga til að heimila vegagerð á óröskuðu landi í Sogunum/Trölladyngju á Reykjanesi.

Stjórn Landverndar fjallaði um málið á fundi sínum 15. mars sl. Að mati stjórnar hefur Skipulagsstofnun með ákvörðun sinni komið í veg fyrir að almenningur og félagasamtök ættu með lögformlegum hætti aðkomu að umfjöllun um breytingar á landnotkun á óröskuðu svæði inn Reykjanesfólkvagns. Stjórnin telur að þetta sé andstætt meginreglum umhverfisréttar og alþjóðlegum samþykktum. Stjórnin telur að aðeins eigi að beit bráðabirgðaákvæðum ef brýn nauðsyn sé fyrir hendi eða um sé að ræða framkvæmdir sem ekki sé líklegt að skiptar skoðanir séu um. Um hvorugt þetta var að ræða í framangreindu tilviki.

Samþykkt á stjórnarfundi Landverndar 15. mars 2006.


Mynd af vefnum www.utivera.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024