Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 29. nóvember 1998 kl. 07:00

SKIPULAGSLEYSI MEIRIHLUTANS, FJÖLNOTA ÍÞRÓTTAHÚS 3. GREIN

Árið 1995 var staðfest aðalskipulag fyrir bæinn eins og lög gera ráð fyrir eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar. Á þessu skipulagi, sem einnig var samþykkt af meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna, er gert ráð fyrir „fjölnota mannvirki" í gömlu gryfjunum norðan við bæinn.Yfirgangur meirihlutans Þrátt fyrir þetta sendir sami meirihluti inn erindi til byggingar- og skipulagsnefndar þar sem þess er óskað að bænum sé úthlutað lóð sem nemur heilum knattspyrnuvelli með tilheyrandi bílastæðum, ( sem þó eru allt of fá í verklýsingu eða 120), á besta stað í miðjum bænum þar sem aðalskipulag gerir ráð fyrir "æðri menntastofnunum" auk þess sem svæðið hefur enn ekki verið deiliskipulagt. Enginn rökstuðningur fylgdi ósk meirihlutans fyrir þessari miklu breytingu á skipulagi. Og enn raunalegra verður málið allt, þegar meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í nefndinni samþykkir erindið á einum fundi einnig án rökstðnings. Hvað gerðist eiginlega? Hverjar eru forsendurnar fyrir þessum gjörningi? Hvað hefur breyst síðan þeir samþykktu aðalskipulagið 1995? Greinilega ekkert nema að nú datt þeim í hug að "þetta skyldi bara vera svona" og þá þarf greinilega ekki að fara að venjulegum leikreglum. Það er nefnilega þannig að fleiri aðilar hafa sótt um lóðir á svipuðum slóðum síðustu ár en jafnan verið hafnað, með réttu, vegna þess að svæðið er enn ekki deiliskipulagt. Hvar er jafnræðisreglan núna? Ósæmileg vinnubrögð Svona vinnubrögð eru engum til sóma allra síst opinberum aðilum sem ættu að fara á undan með góðu fordæmi. Eðlilegast væri að byggja þetta mannvirki, þegar til þess kemur, á fyrirfram ráðgerðum stað sem skipulagssérfræðingar bæjarins álíta henta vel og bæjarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti 1995. Það liggur hugsun og rökstuðningur á bak við þá vinnu sem heldur enn í dag. Hitt er bara rökleysa. Kristmundur Ásmundsson J-lista.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024