Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skipulagsbreytingar hjá Norðuráli: Ragnar Guðmundsson verður forstjóri Norðuráls
Föstudagur 24. ágúst 2007 kl. 15:38

Skipulagsbreytingar hjá Norðuráli: Ragnar Guðmundsson verður forstjóri Norðuráls

Norðurál ehf., dótturfélag Century Aluminum, tillkynnti í gær skipulagsbreytingar sem spegla nýjar áherslur og aukin umsvif á Íslandi og koma formlegri skipan á framtíðartengsl Norðuráls og Century Aluminum.

Samkvæmt nýju skipulagi verður Norðurál ehf. móðurfyrirtæki dótturfélaganna Norðuráls Grundartanga ehf. og Norðuráls Helguvík sf. Hlutverk Norðuráls ehf. verður að hafa yfirumsjón með hagsmunum Norðuráls og Century Aluminum á Íslandi, þar með talið viðskiptaþróun og tengsl við hluthafa á Íslandi og Kauphöll OMX á Íslandi þar sem Century Aluminum er skráð.

Ragnar Guðmundsson er forstjóri Norðuráls  og heyrir beint undir Logan Kruger, aðalforstjóra Century Aluminum. Bob Nielsen, aðstoðarforstjóri og yfirmaður lögfræði- og stjórnunarsviðs hjá Century Aluminum, er stjórnarformaður Norðuráls ehf.

Ragnar Guðmundsson hefur starfað hjá Norðuráli frá árinu 1997 sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og fjármálasviðs.

David Kjos, nýskipaður framkvæmdastjóri Norðuráls á Grundartanga, ber ábyrgð á daglegum rekstri álversins á Grundartanga auk þess að taka virkan þátt í uppbyggingu nýs álvers í Helguvík.
 
Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að nýtt skipulag sé eðlilegt framhald af vexti félagsins undanfarin ár og framtíðaráformum.  Einnig er Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, nú skráð í Kauphöll Íslands.   “Nýja skipulagið mætir nýjum áherslum, skerpir á ábyrgð innan félagsins og samræmist þeirri stefnu okkar að starfa í sátt við íslenskt samfélag og hagsmuni þess.”

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024