Skipulagðri leit hætt
Skipulegri leit að sjómanninum sem féll útbyrðis úr Skinney SF 020 í morgun hefur verið hætt. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var leit að manninum hætt rétt fyrir klukkan 16, en 19 skip tóku þátt í leitinni sem hófst klukkan rúmlega 6 í morgun.
Landhelgisgæslan sagði að ákveðið hefði verið að hætta leitinni þar sem engar nýjar upplýsingar hefðu borist um hvar maðurinn gæti verið.