Skiptir stærð sveitarfélaga máli?
Samkvæmt mati foreldra á líðan barna sinna líður börnum í Reykjanesbæ almennt vel í skólanum. Mat foreldra í Reykjanesbæ á vellíðan barna sinna er yfir meðaltali þeirra sveitarfélaga sem eru með 5000 íbúa eða fleiri og er vel einnig yfir landsmeðaltali. Þessar upplýsingar koma fram í Skólavoginni þar sem safnað er saman ýmsum upplýsingum um börn og grunnskólastarf.
Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri segir niðurstöðurnar áægjulegar og bendi til þess að aðilum skólasamfélagsins með kennara í broddi fylkingar sé að takast að vinna vel saman. Gylfi Jón segir margt áhugavert koma fram þegar rýnt er í niðurstöður í Skólavoginni. Til dæmis virðist börnum í stærri sveitarfélögum að jafnaði líða betur en í smærri sveitarfélögum ef marka má mat foreldra á líðan barna.