Skipta út lömpum í ljósastaurum til að spara
Grindavíkurbær er að ráðast í orkusparandi aðgerðir með því að skipta út lömpum í ljósastaurum í bænum.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs leggur til að 250 w lömpum í götulýsingu bæjarins verði skipt út fyrir 150 w lampa. Alls er um 115 slíkir lampar í bænum. Áætlað er að breytingin spari um 1,1 milljón króna á ári í innkaupum á rafmagni þegar breytingin er að fullu komin til framkvæmda.
Heildarkostnaður er áætlaður um 7.7 milljónir kr.
Lagt til að verkefninu verði skipt í tvo áfanga. 42 lampar í ár og vinna svo í útskiptingu á afgangnum á næstu tveimur árum.
Farið er fram á 2,7 milljónir kr. á þessu ári til kaupa og uppsetningu á 42 lömpum. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum í gær og vísar tillögunni til umfjöllunar um endurskoðaða fjárfestingaráætlun ársins á næsta fundi bæjarráðs.