Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skipt um öldudufl við Garðskaga - mældi risaöldur í vetur
Fimmtudagur 24. nóvember 2022 kl. 15:40

Skipt um öldudufl við Garðskaga - mældi risaöldur í vetur

Áhōfnin á varðskipinu Þór skipti á dōgunum um ōldudufl við Garðskaga. Landhelgisgæslan segir frá þessu á fésbókarsíðu sinni í dag og birtir þrjár myndir sem Sævar Már Magnússon tók af aðgerðinni.

Ölduduflið við Garðskaga hefur komist í fréttirnar fyrir risastórar öldur sem það hefur mælt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Öldumælingardufl við Garðskaga mældi ítrekað öldur yfir 30 m í óverðrinu sem gekk yfir landið síðdegis þann 7, febrúar og aðfaranótt mánudags 8. febrúar nú í vetur. Fyrra met í ölduhæð við Ísland var síðan árið 1990 á sama dufli. Ein aldan var svo kröftug að mælirinn sló út en hann mælir mest 40 m ölduhæð og því óvíst hversu há sú alda var. Heppilegt var að lágstreymt var og sjávarstaða því hagstæð. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Fyrir þetta veður hafði ölduspá gert ráð fyrir að um væri að ræða stóran atburð sem gæti leitt til þess að mjög háar öldur nái landgrunni. Líkur voru á því að ölduhæð gæti náð sömu hæðum og voru mældar þann 9. janúar 1990 þegar Garðskagaduflið mældi 25 m háa staka öldu, sem er sú hæsta sem mælst hefur við strendur Íslands.

Þar sem það var lágstreymt og sjávarstaða því hagstæð var fyrirséð að öldur myndu ekki valda miklum skemmdum á mannvirkjum þar sem þær brotna langt fyrir utan grynningarnar.

Vegagerðin rekur um 11 öldumælingaduflum í kringum Ísland og einnig vefupplýsingakerfið um veður og sjólag, www.sjolag.is