Skipið Stakkavík GK 85 svipt veiðileyfi
Fiskistofa svipti fjögur skip leyfi til veiða í atvinnuskyni þann 16. febrúar síðastliðinn. Meðal skipanna er Stakkavík GK 85 sem gert er út af Staðarbergi ehf. í Grindavík. Á vef Fiskistofu segir að sviptingin sé vegna vanskila á afladagbókarfrumriti vegna veiða í nóvember og desember 2015. Sviptingin gildir þar til skil hafi verið gerð eða skýringar verið gefnar á ástæðum vanskila.