Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skipið sökk í nótt og er á 40 metra dýpi
Miðvikudagur 19. júní 2002 kl. 08:06

Skipið sökk í nótt og er á 40 metra dýpi

Guðrún Gísladóttir KE, sem strandaði við Lófóteyjar í Noregi í gær, sökk klukkan 3:45 í morgun samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar. Enginn var um borð er skipið sökk.Skipið náðist á flot í gærkvöldi og var þá talið minna skemmt en talið hafði verið í fyrstu. Verið var að draga skipið til lands þegar það sökk og liggur skipið nú á 40 metra dýpi. Norðmenn hafa miklar áhyggjur af olíumengun frá flaki skipsins en um borð voru um 300 tonn af olíu. Í skipinu varu einnig 870 tonn af unnum síldarflökum.
Skipsskaðinn er mikið áfall fyrir útgerð skipsins, en Guðrún Gísladóttir KE er rétt um ársgamalt skip, smíðað í Kína í fyrra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024