Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skipið losnaði sjálft af strandstað
Laugardagur 5. maí 2012 kl. 17:10

Skipið losnaði sjálft af strandstað

Flutningaskipið Fernanda losnaði af sjálfsdáðum af strandstað í innsiglingunni í Sandgerði klukkan þrjú, mun fyrr en menn höfðu gert sér vonir um því háflóð var ekki fyrr en um klukkan hálf fimm.  Ekki var þörf á aðstoð, samkvæmt upplýsingum frá aðgerðarstjórn Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skipið lagðist að bryggju í Sandgerði. Mun rannsóknarnefnd sjóslysa nú taka við málinu og rannsaka strandið. Skipið mun hafa komið of hratt í innsiglinguna og því strandað. Skemmdir eru litlar sem engar á skipinu og engin olíuleki varð, er óhætt að segja að betur hafi farið en áhorfðist.

Meðfylgjandi myndir tóku starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem flugu yfir strandstað á þyrlu í dag.

Loftmyndir Landhelgisgæslunnar sýna vel aðstæður í Sandgerði í dag.

Skipið komið í höfn í Sandgerði.

Varðskipið Þór við strandstað í dag.