Skipbrotsmenn komnir á þurrt
 Allir skipbrotsmennirnir hafa nú verið fluttir í land úr flutningaskipinu Wilson Muuga, sem strandaði sunnan við Sandgerði í morgun. Mennirnir voru selfluttir í land með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki verður reynt að ná skipinu af strandstað á meðan veður er óhagstætt en það hefur farið versnandi með deginum.
Allir skipbrotsmennirnir hafa nú verið fluttir í land úr flutningaskipinu Wilson Muuga, sem strandaði sunnan við Sandgerði í morgun. Mennirnir voru selfluttir í land með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki verður reynt að ná skipinu af strandstað á meðan veður er óhagstætt en það hefur farið versnandi með deginum.
Mynd: TF Líf hífði mennina frá borði fyrr í dag. VF-mynd: Ellert Grétarsson

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				