Skipasmíðastöð Njarðvíkur 70 ára í dag
Eitt elsta iðnfyrirtækið á Suðurnesjum - með sömu kennitölu frá upphafi.
Skipasmíðastöð Njarðvíkur er 70 ára í dag. Hún er eitt elsta iðnfyrirtækið á Suðurnesjum á sömu gömlu kennitölunni, stofnuð árið 1945 og starfrækt síðan við Sjávargötu 6-12 í Njarðvík.
Haustið 1998 tók Skipasmíðastöð Njarðvíkur h.f. í notkun nýtt skipaskýli þar sem boðið er upp á allar almennar skipaviðgerðir allt árið um kring, óháð veðri. Aðstæður þessar hafa skapað verulegan tímasparnað í framkvæmd viðgerða og munar þar allt að 50% í málningarvinnu auk meiri gæða vinnunnar.
Víkurfréttir sögðu frá því í ársbyrjun að Skipasmíðastöð Njarðvíkur auglýsti til sölu atvinnu- og skrifstofuhúsnæði sitt við Sjávargötu þar sem möguleiki er á að byggja 150 rúma gistiheimili, slipp-hostel.
Ekki stendur til að breyta rekstri Skipasmíðastöðvarinnar heldur er vonast til að starfsemi hennar muni bjóða upp á sjónarspil þegar unnið er við stór skip á svæði stöðvarinnar, þeim sem gista muni í Slipp-hostel til ánægju.