Skipasmíðastöð breytt í gistiheimili?
Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur óskað eftir afstöðu Atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar til þess hvort það geti fallist á breytta notkun eignanna Sjávargötu 6-8 í Reykjanesbæ, sem nú hýsa skrifstofur, mötuneyti og trésmíðaverkstæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Hugmyndir eru uppi um að breyta húsinu þannig að þar verði komið upp gistiheimili.
Ráðið telur fyrirhugaðar breytingar geta fallið innan þessa iðnaðar- og hafnarsvæðis og vísaði málinu áfram til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar.
Það tekur undir afgreiðslu Atvinnu og hafnarsviðs en segir að þegar teikningar og endanleg ákvörðun liggi fyrir þurfi að grenndarkynna málið og umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar taki endanlega ákvörðun þegar niðurstaða grenndarkynningar liggur fyrir.