Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 19. ágúst 1999 kl. 22:06

SKIPASKOÐUN Í REYKJANESBÆ

Siglingastofnun Íslands opnaði sl. þriðjudag nýtt útibú fyrir skipaskoðun í Reykjanesbæ og er þetta sjötta útibú Siglingastofnunar á skipaskoðunarsviði á landsbyggðinni. Skrifstofa Siglingarstofnunar er að Víkurbraut 13 í Keflavík og mun þjóna skipum og bátum á Suðurnesjum, á svæðinu sunnan Straumsvíkur. Starfsmaður Siglingastofnunar á Suðurnesjum er Skúli R. Þórarinsson og geta útgerðarmenn og skipstjórar á svæðinu nú leitað til hans varðandi þessa þjónustu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024