Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skipað í stjórnir nýrra HS fyrirtækja
Föstudagur 28. nóvember 2008 kl. 09:19

Skipað í stjórnir nýrra HS fyrirtækja



Árni Sigfússon, Björk Guðjónsdóttir og Guðbrandur Einarsson verða aðalmenn Reykjanesbæjar stjórn í HS veitna hf sem verður til eftir uppskiptingu Hitaveitu Suðurnesja í tvö fyrirtæki. Aðalmenn í stjórn HS orku hf verða Magnea Guðmundsdóttir, Sigurgestur Guðlaugsson og Ólafur Thordersen, samkvæmt tilnefningu bæjarráðs.

Í bæjarráði hafa verið lögð fram og kynnt drög að tilboði Reykjanesbæjar til HS orku hf. um kaup á jarðeignum og náttúruauðlindum í jörðu sem kynnt verður á hluthafafundi Hitaveitu Suðurnesja hf. nú eftir helgi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024