Skipaafgreiðslufólk á spilliefnanámskeiði
Skipaafgreiðsla Suðurnesja ehf. og SEES ehf. stóðu í sameiningu fyrir sk. ADR-námskeiði fyrir starfsmenn sína dagana 18. til 21. september sl. ADR-námskeið fjallar um meðferð og flutninga varhugaverðra efna af ýmsu tagi. Gerðar eru kröfur til þeirra aðila sem meðhöndla og flytja varhugaverð efni af ýmsu tagi um að þeir hafi réttindi samkv. reglum Evrópusambandsins til þeirra hluta. Nú er verið að herða á þeim kröfum að aðilar á Íslandi afli sér þeirra réttinda. Fyrirtækin fengu kennara frá vinnueftirlitinu, Víðir Kristjánsson, sem hefur löggildingu í kennslu þessa námsefnis. Alls sóttu 11 manns námskeiðið sem haldið var í húsakynnum vöruafgreiðslu Skipaafgreiðslunnar.