Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skipa starfshóp um sameiningu við Garð
Mánudagur 10. október 2016 kl. 13:00

Skipa starfshóp um sameiningu við Garð

Bæjarstjórn Sandgerðis samþykkti á fundi sínum síðasta föstudag að skipa starfshóp til að vinna að könnun á kostum og göllum mögulegrar sameiningar við sveitarfélagið Garð. Tillaga um málið kom frá bæjarráði Sandgerðisbæjar. Ætlunin er að könnunin verði grundvöllur að samráði við íbúa Sandgerðis um málið. Sigrúnu Árnadóttur, bæjarstjóra Sandgerðisbæjar, hefur verið falið að gera tillögu að starfsreglum fyrir hópinn í samstarfi við bæjarstjóra Sveitarfélagsins Garðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024