Skip með úrgerðarsögu frá Suðurnesjum rifið í Njarðvík
Nú er unnið að því að rífa fiskiskipið Hannes Andrésson SH hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Skipið verður klippt niður í brotajárn. Dráttarbátur kom með skipið til Njarðvíkur fyrir viku síðan en það var síðast gert út frá Grundarfirði.
Þetta fiskiskip á sér sögu frá Suðurnesjum. Sigurður Friðriksson gerði það út á sínum tíma sem Guðfinn KE og síðar gerði Nesfiskur það út undir nafninu Bergur Vigfús GK.
Á síðunni Gömul íslensk skip á fésbókinni kemur fram að þetta sé annað skipið með þessu heiti sem er rifið með þessum hætti í Skipasmíðastöð Njarðvíkur.