Skip fékk tundurdufl í veiðarfærin við Sandgerði
Togveiðiskipið Pálína Þórunn, í eigu Nesfisks í Garði, fékk tundurdufl í veiðarfærin þegar skipið var við veiðar út frá Sandgerði í dag. Það kom til hafnar á sjöunda tímanum í kvöld og sérfræðingar Landhelgisgæslunnar tóku þegar til starfa við að undirbúa flutnings duflsins úr skipinu.
Samkvæmt upplýsingar sem Víkurfréttir hafa frá vettvangi munu sérfræðingar LHG fara með duflið út á sjó og eyða því þar.
Hilmar Bragi var á vettvangi og tók meðfylgjandi myndir.