Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skilyrði fyrir meirihlutamyndun að staða bæjastjóra verði auglýst
Mánudagur 31. maí 2010 kl. 08:52

Skilyrði fyrir meirihlutamyndun að staða bæjastjóra verði auglýst


L-listann í Vogum vantaði ekki nema tólf atkvæði til að ná inn öðrum manni í sveitarstjórnarkosningunum á laugardaginn. Kristinn Björgvinsson, oddviti listans varð þriðji maður inn.  E-listinn og H-listin fengu þrjá fulltrúa hvor.  L-listinn er því í oddastöðu um myndun meirihluta og setur sem skilyrði að staða bæjarstjóra verði auglýst.

Kristinn Björgvinsson sagðist afar ánægður með niðurstöðuna þegar haft var samband við hann í morgun. „Við vorum samt farin að horfa í tvo menn og það munaði ekki miklu að það næðist,“ sagði Kristinn.

Aðspurður um myndun meirihluta sagði Kristinn að rætt hefði verið við bæði E-lista og H-lista og nú væri verið að meta stöðuna. Niðurstaðan ætti að verða ljós fljótlega.
„Við höfum gert báðum aðilum grein fyrir skilyrðum okkar fyrir áframhaldandi viðræðum. Svo er bara að sjá hvað þeir gera í framhaldinu en við erum alveg róleg.“

-Eitthvað sérstakt sem þið setjið á oddinn í þessum efnum?

„Skilyrðið fyrir áframhaldandi viðræðum er að staða bæjarstjóra verði auglýst og ráðin ópólitískur bæjarstjóri.“
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Kristinn Björgvinsson, oddviti L-listans í Vogum.