Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Skilvísir Vogabúar
  • Skilvísir Vogabúar
    Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum.
Föstudagur 28. nóvember 2014 kl. 09:46

Skilvísir Vogabúar

– 85% greiðenda hafa greitt áður en til fyrstu innheimtuaðgerða kemur.

Í hverjum mánuði gefur Sveitarfélagið Vogar út fjöldann allan af reikningum vegna skatta og gjaldskyldrar þjónustu, til að mynda fasteignagjöld, leikskólagjöld, frístundaskóla og fleira.
Í vikulegu fréttabréfi segir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogmum að það sé ánægjulegt að segja frá því að um 85% greiðenda eru alla jafna skilvísir, þ.e. hafa greitt áður en til fyrstu innheimtuaðgerða kemur.

„Við fylgjumst reglulega með innheimtuárangrinum og vinnum stöðugt að því að bæta hann. Markmið okkar er að ná enn betri árangri í innheimtu gjaldanna, ekki síst til að íbúar okkar verði ekki fyrir óþarfa og íþyngjandi innheimtu- og vanskilakostnaði,“ segir Ásgeir bæjarstjóri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024