Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skiltum vegna lungnabólgu komið fyrir í Leifsstöð
Laugardagur 26. apríl 2003 kl. 10:44

Skiltum vegna lungnabólgu komið fyrir í Leifsstöð

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf um miðja viku út tilkynningu þar sem fram kemur að hún mælist til þess að allir ferðamenn fresti ferðum sínum til Peking og Shanxi-héraðs í Kína og Toronto í Kanada nema brýna ástæðu beri til ferða þangað.Frá þessu er skýrt á heimasíðu Landlæknisembættisins en tilmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til ferðamanna frá 2. apríl um að fresta ferðum sínum til Hong Kong og Guangdong- héraðs í Suður-Kína eru enn í fullu gildi. Þessi tímabundnu tilmæli verða endurmetin í ljósi þróunar bráðrar lungnabólgu á þessum svæðum. Ef ástæða er til gætu þessi tilmæli einnig beinst að öðrum svæðum í heiminum síðar.
Guðrún Sigmundsdóttir, sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu, segir að komið hafi verið upp skiltum á Leifsstöð með leiðbeiningum um hvernig bregðast eigi við ef einkenna verði vart.

Embættið hefur einnig óskað eftir því við Flugleiði að miðum verði í sama tilgangi dreift í flugvélum fyrirtækisins. Aðspurð um hvort ekki sé ástæða til að banna ferðir til sýktra svæða segir Guðrún svo ekki vera að svo komnu máli. Engin þjóð hafi brugðist svo hart við enn sem komið er. Frá þessu er greint á Vísi.is í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024