Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skilti leikskóla stolið af skógræktarsvæði
Þriðjudagur 22. júní 2004 kl. 11:44

Skilti leikskóla stolið af skógræktarsvæði

Börnin á leikskólanum Suðurvöllum í Vogum fóru í útskriftarferð á dögunum að Hábjalla, þar sem þau gróðursettu tré á svæði sem leikskólinn hefur til ræktunar. Í sömu ferð var sett upp myndarlegt skilti til að merkja verðandi skógarlund. Hins vegar hafa einhverjir óvandaðir einstaklingar valdið skemmdum á svæðinu og nú er svo komið að skilinu hefur verið stolið. Þrátt fyir viðamikla leit á svæðinu hefur það ekki fundist. Börnin á leikskólanum eru að vonum sár yfir skemmdunum og hvetja alla sem geta veitt einhverjar upplýsingar til að hafa samband við leikskólann Suðurvelli í Vogum. Einnig má koma skiltinu til lögreglunnar í Keflavík.

Myndirnar eru af hópi leikskólabarna við skiltið og einnig er nærmynd af skiltinu sem hvarf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024